Samh - PowerPoint PPT Presentation

1 / 34
About This Presentation
Title:

Samh

Description:

Taugakerfi v tilheyrir heili, m na og taugar. Er samtengt kerfi. Bo berast hratt til kve inna sta a. Endast stutt. Innkirtlar; heiladingull, skjaldkirtill ... – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:51
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 35
Provided by: Marg158
Category:
Tags: dopamin | samh

less

Transcript and Presenter's Notes

Title: Samh


1
Samhæfing líkamsstarfa
  • Taugakerfi
  • Því tilheyrir
  • heili, mæna og taugar.
  • Er samtengt kerfi.
  • Boð berast hratt til ákveðinna staða.
  • Endast stutt.
  • Innkirtlar heiladingull, skjaldkirtill,
    kalkkirtlar, bris, nýrnahettur,
    kynkirtlar,kirtilfrumur
  • Boð berast með blóði, eru lengur á leiðinni.
  • Endast lengur.

2
Boðflutnigskerfi líkamans
  • Það eru tvö líffærakerfi sem starfa að
    boðflutningi í líkamanum og samhæfa þannig ýmsa
    líkamsstarfsemi. Það er taugakerfið og
    innkirtlakerfið.
  • Taugakerfið koma boðum skjótt og örugglega á
    ákveðinn stað og má líkja því við tilkynningu í
    síma.

3
Boðflutnigskerfi líkamans frh.
  • Innkirtlakerfið myndar hormón og sem dreifist að
    öllu jöfnu með blóðinu um líkamann ( þó svo að
    sum boðin eigi ekki jafnt erindi til allra vefja)
    og eru lengur að berast um líkamann en taugaboð
    en endast lengur.

4
Skipting taugakerfisins
  • Eftir staðsetningu
  • Miðtaugakerfið
  • Heilinn
  • mænann
  • Úttaugakerfið
  • Heilataugar (12 pör)
  • Mænutaugar ( 31 par)

5
(No Transcript)
6
Skipting taugakerfisins
  • Starfræn skipting
  • Viljastýrða taugakerfið ( viltaugakerfið )
  • Ósjalfráða taugakerfið ( dultaugakerfið )

7
Taugungur
  • Bolur er þykkildi með kjarna, oftast á öðrum
    endanum.
  • Griplur einn eða fleiri þræðir sem flytur boð að
    bolnum
  • Sími Einn þráður sem flytur boð frá bolnum að
    dreif. Síminn er ýmist mýldur eða ekki. Getur
    verið allt að meter að lengd.
  • Dreif Síminn klofna á endanum í svokallaða
    dreif. Frá dreifinni flytjast boðin með sérstökum
    boðefnum til næsta taugungs, kirtils eða vöðva.

8
(No Transcript)
9
(No Transcript)
10
Taugaboð
  • Hvíldarspenna Plúsjónir að utan, mínusjónir að
    innan
  • Boðspenna Mínusjónir að utan, plúsjónir að
    innan
  • Skiptin taka örfáar millisek. og ganga í bylgjum
    eftir taugungnum eins og veik rafboð

11
Hraði taugaboða
  • Fer eftir sverleika símans
  • hversu góð einangrunin er (hversu vel
    mýlisslíðrið hefur þroskast)
  • Stökkleiðni á sér stað milli mýlisskora í vel
    einangruðum taugungi og eykur boðhraðann mjög
    mikið

12
Flutningur milli taugunga
  • Örlítið bil er milli dreifa og t.d.gripluþráða
    næsta taugungs.
  • Boðin berast á milli með taugaboðefnum sem
    myndast í örsmáum blöðrum. Eftir notkun eyðast
    þau eða eru tekin upp aftur.
  • Dæmi um taugaboðefni Dopamín, serotónin,
    noradrenalín og asetylkólín

13
(No Transcript)
14
Stóri heili er
  • Miðstöð allra æðri heilastarfsemi.
  • Ákveður allar athafnir
  • Vinnur úr öllum skyn-upplýsingum
  • Málstöðvar eru þar staðsettar
  • Allar minnislægar upplýsingar
  • Hugarstarf (rökhugsun) o.fl.
  • Stjórnar í raun öllu kerfinu

15
Hlutverk litla heila
  • Samhæfing hreyfinga rákóttra vöðva
  • Samsettra hreyfinga sem við þjálfun verða
    einstaklingnum ósjálfráð
  • Dæmi
  • gangur
  • vélritun
  • sund

16
Hlutverk mænukylfu
  • Temprar öndunarhreyfingar
  • hjartslátt
  • vídd æða
  • hósta, hnerra, uppköst og
  • meltingu í munni og maga

17
Hlutverk heila-og mænuvökva
  • Að verja heila-og mænu gegn höggum og öðru
    hnjaski
  • Að flytja næringu til kerfisins
  • Að flytja úrgangsefni frá kerfinu

18
Heiladingull
Skjaldkirtill
Nýrnahettur
Bris
Kynkirtlar
Innkirtlar líkamans
19
Innkirtlakerfið
  •  Innkirtlar eru til að samhæfa störf líkamans
    ásamt taugakerfi
  • Samhæfing er nauðsynleg þegar ýmis líffæri þurfa
    að vinna að sameiginlegu markmiði.
  • Innkirtlar eru víðsvegar um líkaman og hefur hver
    þeirra mjög sérhæft hlutverk.
  • Innkirtill er klasi sérhæfðra fruma.
  • Hann framleiðir mikilvæg efni sem nefnast hormón.

20
Innkirtlakerfið frh.
  • Innkirtlar eru æðaríkir og seyta hormónum beint
    út í blóðrásina.
  • Hvert hormón hefur sérstaka efnasamsetningu sem
    fer eftir hlutverki þess og það hefur aðeins
    áhrif á ákveðnar frumur líkamans.
  • Helstu innkirtlarnir eru Heiladingull,
    skjaldkirtill, kalkkirtlar, brisið,
    nýrnahetturnar og kynkirtlarnir ( eggjastokkar og
    eistu ).

21
Efnasamsetning hormóna
  • Úrefni úr aminósýrum Þyroxin og adrenalín
  • Peptíð Heiladingulshormón, insulín, glukagon
  • Sterar Hormón nýrnahettubarkar og kynhormón

22
Heiladingull
  • Heiladingull er einskonar yfirkirtill og hefur
    áhrif á starfsemi margra aðra innkirtla.
  • Heiladingull skiptist í fram og afturhluta.
  • Aftari hluti (taugakirtill) heiladinguls
    framleiðir ekki hormón sjálfur en seytir hormónum
    sem undirstúka (hypotalamus) framleiðir, en
    hormónin berast með taugaþráðum í afturhlutann.
  • Framhluti heiladinguls (kirtildingull) framleiðir
    stýrihormón sem hafa áhrif á aðra innkirtla.
    Undirstúka metur magn hormóna í blóði og sendir
    svo framhlutanum upplýsingar um magnið og hann
    seytir stýrihormónum í samræmi við það.

23
Heiladingull
  • Afturhluti (taugadingull úr undirstúku)
  • Þvagtemprandi hormón
  • Hríðahormón
  • Framhluti (kirtildingull)
  • Stýrihormón skjaldkirtils,nýrna-
    hettubarkar,kynkirtla og mjólkurkirtla
  • Vaxtarhormón
  • Litfrumustýrihormón

24
Helstu hormón kirtildinguls(framhluti-)
  • Stýrihormón skjaldkirtils (TSH)
  • Stýrihormón nýrnahettubarkar (ACTH)
  • Stýrihormón kynkirtla ( eru tvö FSH og LH)
  • Vaxtarhormón (GH) sem stýrir vaxtarhraða eftir
    tveggja ára aldur hefur ekki áhrif fyrr en þá. GH
    losnar hjá krökkum á næturnar meðan þau sofa.
  • Prólaktín sem örvar þroska mjólkurkirtla í konum
    á meðgöngu.

25
Helstu hormón afturdinguls
  •   Oxitósin. Það stuðlar að samdrætti í legi,
    kemur af stað fæðingu og stuðlar að rennsli
    mjólkur úr mjólkurkirtlum þegar barn er lagt á
    brjóst.
  •   ADH (þvagstillivaki) Stjórnar því hversu
    mikið vatnsmagn er í þvagi. Því meira ADH því
    minna þvagmagn.

26
Skjaldkirtill
  • Er á hálsi neðan við barkakýlið og skiptist í tvö
    blöð.
  • Framleiðir tvö hormón Þýroxin og Kalsítónín.
  • Joð er líkamanum nauðsynlegt til að framleiða
    thyroxín.
  • Þýroxín stjórnar hraða efnaskipta í líkamanum.
  • TSH, stýrihormon skjaldkirtils, stjórnar hversu
    mikið af þýroxíni skjaldkirtillin framleiðir.
  • Kalsítónín örvar söfnun kalsíumjóna í bein og
    styrkir þau.

27
Kalkkirtlar
  • Eru oftast 4 sem liggja tveir og tveir saman
    hvor á sínum skjaldkirtilshelmingi
  • Kalkkirtlarnir framleiða Kalkhormón (parathormon)
    sem hefur mikil áhrif á kalkefnaskipti líkamans
  • Kalkhormón við heldur kalkstyrk í blóði
  • Ef við borðum kalkríkan mat þá fer minna af
    kalkhormóni í blóðið, en ef við borðum lítið af
    kalki þá eykst hormónið í blóði
  • Kalkhormón tekur kalk úr beinum og virkjar
    D-vítamín þannig að við uppsogum meira kalk úr
    meltingarveginum þ.e.a.s. nýtum það betur

28
Briskirtillinn
  • Briskirtillinn er bæði innkirtill og útkirtill
    (framleiðir líka meltingarensím).
  • Briskirtillinn er í kviðarkolinu liggur milli
    maga og skeifugarnar.
  • Í briskirtlinum eru frumuklasar sem heita
    Langerhanseyjar og þær framleiða hormónin insúlín
    og glúkagon.

29
Sykur í blóði þarf að vera 70-100 mg/dl
  • Verð hann of hár
  • Bris seytir insulíni sem greiðir fyrir upptöku
    glukósa í frumum.
  • og myndun glykogens (fjölsykur, forðasykur í
    lifur) úr glúkósa
  • Verði hann of lágur
  • Bris seytir glukagoni sem örvar losun glúkósa úr
    glykogeni og hægir á uppsogi frumnanna á glúkósa,.

30
Nýrnahettur
  • Nýrnahetturnar eru tveir þríhyrningslaga
    innkirtlar sem liggja á ofanverðum nýrunum.
  • Nýrnahetturnar skiptast í barkarhluta og
    merghluta.
  • Bæði barkarhluti og merghluti framleiða hormón en
    barkarhlutin er afkastameiri
  • Virkni nýrnahettubarkarinns er stjórnað frá
    framhluta heiladingli (kritildingli)

31
Helstu hormón nýrnahettubarkar
  • Prótein og sykursterar sem hafa áhrif á
    efnaskipti próteina og sykurs í líkamanum t.d.
    kortisól, kortikósterón, hydrokortisón.
  • Saltsterar eru sterar sem hafa áhrif á vökva og
    saltjafnvægi. Aldósterón er þekktasta
    sterahormónið og vinnur það gegn salttapi í nýrum
    og hækkar með því blóðþrýsting.
  • Kynsterar sem stuðla að hormónajafnvægi og
    kynhvöt hjá konum.

32
Nýrnahettumergur
  • Framleiðir hormónið Adrenalín en streita, ótti ,
    sársauki og reiði hefur áhrif á framleiðslu þess.
  • Adrenalín leiðir til þess að lifrin eykur
    sykurmagn í blóði, til að auka orku frumnanna.
    Það minnkar blóðflæði til líffæra en eykur
    blóðmagn til vöðvanna. Blóðþrýstingur hækkar,
    hjartsláttur eykst og öndun verður tíðari.
  • Adrenalín hjálpar í nauð en er ekki
    lífsnauðsynlegt.
  • ACTH stýrihormón nýrnahetta stýrir magni
    Adrenalíns í blóði.

33
Önnur hormón
  • Prostaglandín eru ummyndaðar sameindir fitusýra
    sem tempra margvísleg störf svo sem samdrátt
    sléttra vöðva, ónæmissvörun og virkni kynkerfisins

34
Kynhormón
  • Eistu karla
  • Androgen, þeirra öflugast er testosteron.
  • Örva karlleg einkenni t.d. skeggvöxt,dýpkun
    raddar, breiðar axlir, grannar lendar.
  • Eggjastokkar kvenna
  • Estradíol, þar er estrogen virkast.
  • Örvar kvenleg kyneinkenni og undirbýr slímhúð
    legsins fyrir egglos.
  • Progesteron myndast í gulbúi og örvar þroska og
    æðakerfi legslímu
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com