9. Kafli: Taugavefur - PowerPoint PPT Presentation

1 / 23
About This Presentation
Title:

9. Kafli: Taugavefur

Description:

... en hafa nnur marg tt hlutverk, m.a.: Vernda taugafrumur Festa taugafrumur vi ar Mynda myel nsl ur Agna tur Taugafruma Taugavefur ... – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:102
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 24
Provided by: kennari
Category:
Tags: hafa | kafli | taugavefur

less

Transcript and Presenter's Notes

Title: 9. Kafli: Taugavefur


1
9. Kafli Taugavefur
  • Líffæra- og lífeðlisfræði
  • Guðrún Narfadóttir

2
Hlutar taugakerfisins
  • Heili
  • 12 pör heilatauga
  • Mæna
  • 31 par mænutauga
  • Skynnemar
  • Taugahnoð (ganglia)
  • Taugaflækjur (plexusar)

3
Hlutar taugakerfisins
  • Heili og heilataugar, mæna og mænutaugar,
    taugahnoð, (ganglia), taugaflækjur
    meltingarvegar (enteric plexus) og skynfæri

4
Starfsemi taugakerfisins
  • 1. Skynjun áreitis (sensory function)
  • Skyntaugafrumur (sensory neurons) eru aðlægar
    (afferent). Þær flytja boð til MTK .
  • 2. Úrvinnsla upplýsinga (greining, samþætting og
    geymsla)
  • Millitaugafrumur / tengitaugafrumur
    (interneurons) sem liggja innan MTK sjá um þessa
    starfsemi
  • 3. Svörun við áreiti (motor function)
  • Hreyfitaugafrumur (motor neurons) eru frálægar
    (efferent). Þær flytja boð frá MTK

5
Taugavefur
  • Taugafrumur / boðfrumur (neurones) taka á móti
    boðum og flytja boð. Fruma skiptist í
  • Frumubol (cell body) með frumulíffærum
  • Griplur (dendrite) sem nema áreiti
  • Síma (axon) sem sendir boð áfram til næstu
    taugafrumu, vöðva eða kirtils
  • Taugatróð /stoðfrumur (neuroglia) flytja ekki
    boð, en hafa önnur margþætt hlutverk, m.a.
  • Vernda taugafrumur
  • Festa taugafrumur við æðar
  • Mynda myelínslíður
  • Agnaætur

6
Taugafruma
7
Taugavefur (taugafrumur og taugatróð)
8
Myelínslíður
  • Fituefni sem einangrar taugasíma (mýldir
    taugasímar) og hraðar þannig taugaboðum
  • Schwann frumur mynda myelínslíður í ÚTK
  • Oligodendrocytar mynda myelínslíður í MTK

9
Hvítur og grár taugavefur
  • Hvítt efni
  • Er úr vöndlum af mýldum taugasímum
  • Myndar taugabrautir
  • Er yst í mænu en innst í heila
  • Grátt efni
  • Er úr taugabolum, griplum, símaendum og ómýldum
    taugasímum
  • Myndar taugastöðvar
  • Er í ysta hluta heilans og H-laga innri kjarna
    mænunnar

10
Hvítur og grár taugavefur
11
Skipulagning taugakerfisins
  • Miðtaugakerfi (central nervous system)
  • Heili
  • Mæna
  • Úttaugakerfi (peripheral nervous system)
  • Allur taugavefur utan MTK

12
Skipting úttaugakerfis
  • Viljastýrða taugakerfið
  • Skyntaugafrumur frá skynfærum í höfði, húð og
    stoðkerfi
  • Hreyfitaugafrumur til beinagrindarvöðva
  • Ósjálfráða taugakerfið
  • Skyntaugafrumur frá líffærum
  • Hreyfitaugafrumur sem senda boð til sléttra
    vöðva, hjartavöðva og kirtla
  • Skiptist í sympatíska pg parasympatíska kerfið
  • Meltingarkerfistaugakerfið
  • Skynnemar og taugaflækjur í meltingarvegi
  • Hreyfitaugafrumur sem senda boð til vöðva og
    kirtla meltingarvegar

13
Skipulagning taugakerfisins
Skyntaugafrumur flytja boð til MTK Hreyfitaugafrum
ur flytja boð frá MTK til svara (effector)
14
Rafspenna í taugafrumum
  • Ef taugafruma er ekki að flytja boð mælist
  • -70mV rafspenna yfir frumuhimnuna (himnan er
    hlaðin að innan og að utan). Frumuhimnan er
    skautuð (polarized). Þetta ástand kallast
    hvíldarspenna
  • Hvíldarspennan er tilkomin vegna ólíkrar
    jónasamsetningar innan- og utanfrumuvökvans sem
    er vegna þess að
  • K lekur hraðar út úr frumunni en Na inn
  • Natríum-kalíum dælan dælir 3 Na út fyrir hverjar
    2 K sem er dælt inn

15
Hvíldarspenna
16
Boðspenna
  • Áreiti veldur opnun á jónagöngum
  • Frumuhimnan afskautast himnuspennan fer úr
  • 70mV hvíldarspennu og stefnir á núll
  • Ef spennan nær að falla að þröskuldi (sem er
  • 55mV) galopnast skyndilega spennustýrð Na
    göng og nokkru síðar spennustýrð K göng
  • Na innflæðið leiðir til umskautunar
    frumuhimnunnar, himnuspennan nær 30mV
  • Frumuhimnan endurskautast og hvíldarspenna kemst
    aftur á þegar
  • K göngin ná fullri opnun og K streymir út
  • Spennustýrðu Na göngin lokast aftur
  • Ein boðspenna varir í um eina millisekúndu

17
Afskautun
Um- skautun
Endurskautun
þröskuldur
Hvíldar- spenna
Áreiti
18
Allt eða ekkert lögmálið
  • Ef áreiti er nógu sterkt til að kveikja
    boðspennu, þá er boðspennan alltaf eins,
    (sveifluvídd og tímalengd er konstant). Stærra
    áreiti veldur ekki stærri boðspennu
  • Við segjum því að boðspenna fylgi lögmálinu um
    allt eða ekkert

19
Leiðni taugaboða eftir taugsíma
  • Eftir að boðspenna hefur myndast ferðast hún frá
    símakólfi (axon hillock) eftir símanum endilöngum
  • Ef síminn hefur ekki myelínslíður er leiðnin
    samfelld (continuous conduction) boðspennan
    ferðast eins og eldur í sinu
  • Ef síminn hefur myelínslíður, hoppar boðspennan
    milli Ranvíer hnútanna. Þetta kallast
    stökkleiðni (saltatory conduction) og veldur hún
    því að boðin berast mun hraðar en ella

20
Flutningur boða yfir taugamót
  • 1. Boðspenna nær símaenda fyrirmótafrumunnar
  • 2. Afskautunin veldur því að kalsíum göng opnast
    og kalsíum fer að flæða inn í símaendann
  • 3. Við þetta losnar taugaboðefni úr blöðrum í
    símaendanum
  • 4. Taugaboðefnið flæðir yfir taugamótabilið og
    binst viðtaka á eftirmótafrumu
  • 5. Tenging milli taugaboðefnis og viðtaka veldur
    breytingu á leiðni frumuhimnunnar fyrir ákveðnar
    jónir
  • 6. Háð því hvaða jónir eiga í hlut, verður ýmist
    afskautun og örvun, eða yfirskautun og hömlun
  • 7. Myndun boðspennu í eftirmótafrumu er háð
    summunni af áhrifum allra innkomandi boða

21
Flutningur boða yfir taugamót (sjá texta)
22
Hvað verður um taugaboðefnið?
  • Taugaboðefni er bundið viðtökum í stuttan tíma og
    síðan er það brotið niður og/ eða er tekið aftur
    upp í símaendann
  • Ef taugaboð eru viðvarandi er það vegna þess að
    hver boðspennan rekur aðra
  • Ýmis taugalyf og efni hafa áhrif á afdrif
    taugaboðefna við taugamót
  • Blokkera viðtaka, hindra endurupptöku, hindra
    niðurbrot, auka losun, hindra losun o.fl.

23
Taugaboðefnin
  • Um 100 mismunandi taugaboðefni eru þekkt
  • Helstu þeirra eru
  • Acetylcholine virkar ýmist örvandi eða hamlandi
  • Glútamat og aspartat hafa örvandi áhrif
  • GABA og glycine eru hamlandi
  • Noradrenalín er mikilvægt við árvekni, drauma og
    skapferli
  • Dópamín tengist tilfinningum, fíknum og vellíðan.
    Einnig mikilvægt við hreyfingar
    beinagrindarvöðva
  • Serotónín er talið tengjast skynjun, stjórnun
    líkamshita, skapferli, matarlist og svefni
  • Endorfín deyfir verki, bætir minnið, veldur
    vellíðan og sælu
  • Köfnunarefnisoxíð (NO) er lofttegund sem flæðir
    úr taugafrumum. Tengist líklega námi og minni.
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com