Si - PowerPoint PPT Presentation

1 / 16
About This Presentation
Title:

Si

Description:

Si fr i III Nytjastefnan Helstu fulltr ar Jeremy Bentham (1748-1832) John Stuart Mill (1806-1873) Hva er nytjastefna? Hi g a er n gja og hamingja Ef um ... – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:64
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 17
Provided by: Borg48
Category:
Tags: bentham | jeremy

less

Transcript and Presenter's Notes

Title: Si


1
Siðfræði III
  • Nytjastefnan

2
Helstu fulltrúar
  • Jeremy Bentham (1748-1832)
  • John Stuart Mill (1806-1873)

3
Hvað er nytjastefna?
  • Hið góða er ánægja og hamingja
  • Ef um tvo eða fleiri kosti er að ræða ber okkur
    að velja þann sem mesta hamingju veitir
  • Það er beinlínis siðferðileg skylda okkar
  • Ekki er nóg að við hámörkum eigin hamingju
  • Nauðsynlegt er að reikna með hamingju allra
    þeirra sem athöfnin varðar

4
Boðorð nytjastefnunnar
  • Siðferðilegt gildi athafnar vex í réttu
    hlutfalli við þá hamingju eða ánægju sem hún
    skapar

5
Fjölhyggja um gildi
  • Hið góða er ekki hægt að leggja til grundvallar
  • Menn geta haft á því misjafnar skoðanir hvað sé
    gott og hvað vont
  • Ýmsir hlutir hafa þó gildi í sjálfum sér
    eigingildi
  • T.d. frelsi, ást, bókmenntir, heimspeki o.s.frv.

6
Fjölhyggja um gildi (frh.)
  • Þessir hlutir hafa gildi fyrir okkur, þó í
    mismiklu mæli fyrir hvern og einn
  • Gildi þeirra felst ekki í því að þeir veki með
    okkur ákveðna tilfinningu t.d. ánægju
  • Sú athöfn er siðferðilega rétt sem hámarkar þessi
    eigingildi, sama hvaða nafni þau nefnast

7
Skilgreining nytjastefnunnar
  • Nytjastefnan er sjálfri sér samkvæm
    afleiðingasiðfræði sem byggist á nautnahyggju
    (hámörkun hamingjunnar) eða fjölhyggju (hámörkun
    eigingilda) og hefur almannaheill að markmiði

8
Gagnrýni á nytjastefnuna
  1. Afleiðingavandinn
  2. Mælingarvandinn
  3. Skiptingarvandinn
  4. Innsæisvandinn/níðingsverk

9
Gagnrýni Afleiðingarvandi
  • Er mögulegt að sjá fyrir allar afleiðingar gjörða
    sinna?
  • Við hvaða hóp á að miða?
  • Við hvaða tímabil á að miða?
  • Svar nytjahyggjunnar
  • Leiða má líkur að ákveðnum niðurstöðum við
    ákveðnar aðstæður
  • Líkur eru á að nytjastefnan færi okkur
    ásættanlegar niðurstöður í ásættanlegum fjölda
    tilfella

10
Gagnrýni Mælingarvandi
  • Er mögulegt að mæla ánægju, hamingju eða
    eigingildi?
  • Mælihvarði Benthams Sú ánægjutilfinning skal
    tekin fram yfir aðra sem er djúpstæðari,
    áreiðanlegri, varanlegri, hreinni og meira
    gefandi
  • Er mögulegt að bera saman vellíðan og vanlíðan?

11
Gagnrýni Skiptingarvandi
  • Samkvæmt nytjastefnunni skiptir ekkert annað máli
    en að hámarka hamingjuna
  • Það er aukaatriði hvernig hamingjan skiptist
    milli manna
  • Svar nytjastefnunnar
  • Réttlát skipting skiptir að sjálfsögðu máli vegna
    þess að allar líkur eru á að slík skipting valdi,
    þegar á allt er litið, meiri hamingju en ranglát

12
Gagnrýni Níðíngsverk
  • Réttlætir nytjastefnan níðingsverk?
  • Má t.d. réttlæta morð, pyntingar, þjófnaði
    o.s.frv. með því að vísa til þess að þessar
    athafnir hafi veitt meiri hamingju en óhamingju?
  • Hver er réttur einstaklingsins gagnvart
    útreikningum af þessu tæi?
  • Má fórna einstaklingum fyrir heill fjöldans?

13
Gagnrýni Níðingsverk (frh.)
  • Svar nytjastefnunnar
  • Dæmi um siðferðileg vandamál af þessum toga eru
    fátíð og ekki er réttlátt að ætlast til þess af
    nokkurri kenningu að hún eigi svör við
    öfgafyllstu vandamálunum
  • Reglunytjastefna
  • Að öllu jöfnu skulu athafnir metnar eftir
    afleiðingum en þó skal hafa vissar reglur til
    hliðsjónar. Þessar reglur eru rökstuddar með
    nytjareglunni, þ.e. hámarks hamingja fyrir sem
    flesta

14
Kostir nytjastefnunnar
  • Þegar almennt samkomulag er um það hvað er rétt
    og hvað rang virðist nytjastefnan ganga upp
  • Meginhugmyndin, að hámarka beri hamingju sem
    flestra, getur gengið upp þó að erfitt geti verið
    að beita nytjareglunni á einstök atvik

15
Hamingjuregla Mills
  • Þar sem hamingja er það eina sem menn sækjast
    eftir er hún það eina sem er eftirsóknarvert í
    sjálfu sér

16
Spurningar
  • Er hamingja það eina sem við sækjumst eftir?
  • Af hverju eru stundvísi, sannsögli og hjálpsemi
    siðferðileg hugtök?
  • Ef þetta eru dygðir hverjir eru þá lestirnir?
  • Er skynsamlegt að hafa hamingjuna sem markmið
    siðferðis?
  • Eru til önnur og jafngóð markmið?
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com