Si - PowerPoint PPT Presentation

1 / 12
About This Presentation
Title:

Si

Description:

Si fr i II Forn ld – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:54
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 13
Provided by: Borg63
Category:
Tags: eudaimonia

less

Transcript and Presenter's Notes

Title: Si


1
Siðfræði II
  • Fornöld

2
Platón
  • Fyrirmyndarríkið grunn siðferðis er að finna í
    stjórnarfari ríkisins
  • Hugmyndir Platóns um siðferði byggja á þeim
    gildum sem hann sjálfur leggur til grundvallar
  • Fræðimennska og önnur andleg vinna
  • Fjallar ekki um siðferði útfrá sjónarhorni
    einstaklingsins

3
Aristóteles
  • Dygðasiðfræði með hamingjuna sem markmið
  • Hamingjan (eudaimonia) felst í því að stunda
    skynsamlega yðju þ.e. fræðimennsku
  • Dygðir eru hinn gullni meðalvegur
  • Dygð Hugrekki Meðalhófið
  • Lestir Ragmennska/Fífldirfska Öfgar

4
Epikúringar
  • Epikúros (341-271 f.Kr.)

5
Epikúringar (frh.)
  • Maðurinn á að sækjast eftir ánægju og nautn
  • Afleiðingasiðfræði siðferðilegt gildi athafna
    ræðst af afleiðingum þeirra
  • Sönn ánægja felst ekki í því að stunda sukk og
    svínarí
  • Það að lifa einföldu og kyrrlátu lífi gefur, til
    lengri tíma litið, af sér meiri ánægju og meiri
    nautn

6
Epikúringar (frh.)
  • Jafnvægi og kyrrð eru eftirsóknarverð óróleiki
    og sársauki ekki
  • Það sem er varanlegt hefur siðferðilegt gildi en
    nautn stundarinnar getur hæglega valdið meiri
    sársauka en gleði
  • Það sem er eftirsóknarvert í sjálfu sér er hið
    einfalda kyrrláta líf í félagskap vina og ættingja

7
Epikúringar (frh.)
  • Ákveðin gildi liggja Epíkúrisma til grundvallar
  • Áhersla á nægjusemi og félagskap
  • Ákveðin skilgreining á ánægju
  • Grundvöllinn er samt sem áður að finna í ánægju
    einstaklingsins
  • Einstaklingsmiðuð siðfræði þarfir
    einstaklingsins réttlæta gjörðir hans gagnvart
    öðrum

8
Epikúringar (frh.)
  • Nautnahyggja ? Epikúrismi
  • Nautnahyggja
  • Allar nautnir jafn réttháar
  • Nautnirnar hafa gildi í sjálfum sér og því er
    ekki hægt að gera upp á milli þeirra
  • Því eru engin grunngildi sem gengið er útfrá
    önnur en þau sem hver einstaklingur kann að hafa
  • Epikúrismi
  • Nægjusemi, samfélag og framsýni

9
Stóuspeki
  • Zenon (um 326-264 f.Kr.)

10
Stóuspeki (frh.)
  • Zenon var efa- og löghyggjumaður
  • Hann trúði því að alsherjarlögmál Logos eða
    heimsskynsemi stjórnaði heiminum
  • Þar með eru örlög manna ráðin án þess að þeir fái
    rönd við reyst. Örlagatrú
  • Reglusiðfræði siðfræðilegt gildi athafna ræðst
    af því hvort hún er í samræmi við fyrirfram
    ákveðnar reglur
  • Takmark stóumannsins er að vera eins óháður
    heiminum og hægt er
  • Heilsa, ríkidæmi og frami eru t.d. ekki þættir
    sem við getum haft áhrif á

11
Stóuspeki (frh.)
  • Það sem skiptir máli er að lifa í samræmi við
    heimsskynsemina
  • Sá er dygðugur sem lifir í samræmi við
    heimsskynsemina og gerir þar með skyldu sína
  • Menn skulu lifa í samræmi við þær skyldur sem
    lífið leggur þeim á herðar
  • Stóísk ró er því að fást ekki um það sem við
    fáum hvort eð er engu breytt um

12
Stóuspeki (frh.)
  • Réttlæting ríkjandi þjóðfélagsgerðar
  • Stéttarskiptingu og ranglæti viðhaldið með því að
    segja mönnum að sætta sig við örlög sín
  • Réttlætissjónarmið
  • Allir menn álíka bundnir af örlögum sínum. Þar
    með eru þeir allir jafnir, a.m.k. að því leyti
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com